Hundasleðaskóli Skridhusky

                                          Hvað er Musher? 

Er kjörorð Hundasleðaskóla Skridhusky sem býður upp á fræðslu og námskeið í hvernig þú getur unnið með hundinum þínum á jákvæðann hátt í að læra að draga og hvað það er að vera musher sem er alþjóðlegt orð yfir menn og konur sem stjórna og lifa með hundum sem draga .

Það eru til margskonar skemtilegir flokkar sem hægt er að láta hundinn draga í og vinna með .

Allir hundar geta lært að draga.

Hér fyrir neðan koma flokkar sem eru skemtilegir og gaman að vinna með hundinn í einnig eru flestir þeirra löglegir keppnisflokkar en meira um það seinna.

hér fyrir neðan kemur smá um hvern flokk.

Þeim er skift í tvo meginflokka sem eru Dryland og Snjó flokka.

----------------------------------------------------------------------------------

                                   Athugið að allir eru velkomin 

                                   Hvort sem það eru hundar með eða ekki

----------------------------------------------------------------------------------

Hiking er alþjóðlegt orð yfir ferðalag gangandi með hundinum þínum um fallega náttúru og fjöll þar sem maður og hundur vinna saman sem einn og oft á tíðum ber hundurinn smávegis af sínum farangri í sérútbúnum töskum sem fara á hann og hann ber sjálfur en svo er það líka eins og sést á myndinni.

Þettað er hægt að gera allt árið.

----------------------------------------------------------------------------------

Canicross er hluti af Drylands flokknum og er mjög flott íþróttargrein bæði fyrir hunda og menn í Canicross er keppt á heimsmeistaramótum og einnig í hverju landi fyrir sig líka hér á landinu okkar og svo er þettað hin besta hreifing.

Yfirleitt er keft í þessu á sumrin.

 

----------------------------------------------------------------------------------

Bikejoring er það kallað þegar þú ferð út að hjóla með hundinum þínum og er keipilega vinsæl íþróttargrein um allann heim einnig er keppt í þessari grein á heimsmeistarakeppnum og evrópukeppnum hér er frábær hreifing og mikil þjálfun fyrir musher og hund vel þess virði að prufa :)

----------------------------------------------------------------------------------

Scootering er einnig geisivinsæl íþróttargrein sem er keppt í á heimsvísu og einnig í evrópu og heimsmeistarakeppnum hér má líka notast við keðjulaust reiðhjól en þessi íþróttargrein er soldið meira krefjandi heldur en bikejoring yfirleitt eru 1 og 2 hunda flokkar í Scootering.

 

----------------------------------------------------------------------------------

 

Carting er einnig keppnisgrein um heiminn en soldið sérstæðari og meira fyrir þá sem eru með fleiri en 2 hunda eru yfirleitt notaðir sérhannaðir vagnar með 3 eða 4 hjólum undir.

Carting er til í allflestum keppnisflokkum þar sem ekki er snjór tildæmis  dryland sprint, Dryland MD (mid distance) og einnig er allavega ein LD (long distance) keppni í heiminum og hun er á Spáni og er 150 km dryland .

----------------------------------------------------------------------------------

Pulka er ekki mikið stundað hér á landi en er nokkuð vinsæl keppnisgrein á norðurlöndum og einnig notað á ferðalögum með hund og á gönguskíðum.

Þarna er alveg sérstakur útbúnaður og sleði sem er notað yfirleit ekki meira en 2 hundar fyrir en bara einn í keppnum mjög krefjandi keppnisgrein .

 

----------------------------------------------------------------------------------

Skijoring er bara nokkuð vinsæl keppnisgrein í heiminum og þar vinnur mikið saman musher og hundur.

Í þessari grein er bæði keppt í á Evrópu mótum og í heimsmeistarakeppnum í heiminum.

skemtileg grein og hreifing fyrir þá sem finnst gaman að fara á gönguskíði og vill hafa hundinn með.

----------------------------------------------------------------------------------

Sprint Geisilega vinsæl íþróttargrein og mikið keppt í henni um allann heim bæði í evrópu og í heimsmeistarakeppnum.

Keppt er með 2 hunda og uppúr og yfirleitt ekki meira en 20 km í einu þarna er geipi mikil þjálfun á bakvið hvern hund og musher.

Sleðinn er sérsmíðaður sprintsleði og eru til nokkrar útgáfur af honum en hann vegur um og innanvið 7 kg.

----------------------------------------------------------------------------------

MD er keppni með 6 hunda + og er farið að lágmarki 40 km í einu 2 til 3 daga í röð.

Þessi keppnisgrein er nokkuð vinsæl í heiminum og keppt er í henni bæði í Evrópukeppnum og heimsmeistarakeppnum.

Allskonar hundasleðar eru notaðir í MD. þettað er virkilega flott keppnisgrein og vel þess virði að prufa :)

 

----------------------------------------------------------------------------------

 

LD er að öllum líkindum mest krefjandi keppnisgreinin í hundasleðasportinu hun er að lágmarki 150 km með 1-2 skildustoppum þar sem musherinn þarf að sinna hundunum áður en hann getur hvílst sjálfur.

Hér er mikil þjálfun að baki hverjum hundi og bæði líkamleg og andleg þjálfun Mushers.

Hér eru að lágmarki notaðir 6 hundar í starti en geta verið allt uppí 18 hunda í start í heiminum.

í LD er kept á heimsvísu og einnig hér á Íslandi.

----------------------------------------------------------------------------------

Hér að ofanverðu eru hellstu flokkar sem eru bæði til gamans og keppnis 

Og munum við bjóða uppá Grunnnámskeið í að kenna hundi að draga sem er kominn í og yfir 8 mánaðar aldur.

Öll námskeið eru haldin utandyra.

Við lánum þér þann búnað sem þarf á þig og hundinn ef þarf á meðan á námskeiðinu stendur.

Munum að spritta og passa okkur tökum grímuna með líka til vonar og vara munum eftir skítapokum og góða skapinu.

Lóðatíkur eru ekki leifðar á námskeiðinu en þeir sem eiga lóðatíkur geta fengið einkatíma.

Fyrir skráningu og fyrirspurnir sendu okkur email á

skridhusky@gmail.com

Og við svörum til baka með nánari upplýsingar :)